Fyrsta skemmtiferðaskip sumarins væntanlegt til Akureyrar á morgun

Skipið er tæp 10.000 tonn og með því eru um 200 farþegar og 100 manna áhöfn.
Skipið er tæp 10.000 tonn og með því eru um 200 farþegar og 100 manna áhöfn.

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarins er væntanlegt til Akureyrar á morgun, laugardag. Skipið, Le Dumont Durville, lagðist við bryggjuna í Grímsey í hádeginu í dag og siglir svo til Akureyrarhafnar á morgun.

Skipið er tæp 10.000 tonn og með því eru um 200 farþegar og 100 manna áhöfn. Von er á sjötta tug skemmtiferðaskipa til Akureyrar í sumar og með 25-30 þúsund farþega.


Nýjast