Gísli Rúnar Jónsson staðfærir og íslenskar verkið sem byggt er á sjónvarpsþáttunum bresku "Grumpy Old Women". Leikstjóri er María Sigurðardóttir. Þær Fúlu á móti, Edda, Björk og Helga Braga skauta af sinni alkunnu snilld í gegnum síðara skeiðið og gera óspart grín að sjálfum sér og öðrum. Nú fá karlmenn loksins að vita hvers vegna eiginkonur, systur og mæður þeirra eru eins og þær eru. Þetta er einstakt tækifæri til að skyggnast inn í hugarheim Fúlla á móti.
Hvað gerist þegar þessar fögru en viðsjárverðu dömur tipla saman um sviðið? Kviknar í þeim? Bíta þær áhorfendur? Sýningar LA á Fúlum á móti hefjast í Íslensku óperunni 7. maí. Næstu sýningar eru 8., 9. og 10. maí, og miðar eru þegar farnir að seljast eins og heitar lummur og yfir 800 miðar selst á þremur dögum.