25. mars, 2009 - 16:06
Fréttir
Félagsmálráð Akureyrar hefur samþykkt að veita allt að hálfri milljón króna til þess að greiða fyrir sumardvöl
fatlaðra barna frá Akureyri í Reykjadal sumarið 2009. Greiðsla er háð því að fyrirfram verði haft samráð við
framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar um val á umsækjendum.
Félagsmálaráði barst erindi frá Vilmundi Gíslasyni framkvæmdastjóra Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, þar sem hann sendir
beiðni til allra sveitarfélaga um þátttöku í kostnaði vegna sumardvalar fatlaðra barna og ungmenna sem búsettir eru í viðkomandi
sveitarfélagi og nýtt hafa sumardvöl hjá félaginu.