Fólk vill breytingar, hvað vilja frambjóðendur?

Boðað er til borgarafundar í Deiglunni á Akureyri í kvöld, 2. apríl kl. 20.00, undir yfirskriftinni: Við viljum breytingar?  - Hvað vilja frambjóðendur? Frummælendur verða Margrét Ingibjörg Ríkarðsdóttir, þroskaþjálfi og forstöðumaður Hæfingarstöðvarinnar og Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor og sérfræðingur við RHA. Að loknum framsögum verða fulltrúar stjórnmálahreyfinga í pallborði.  

"Eftir efnahgashrun og ógöngur síðustu mánuða krefjast kjósendur breyttra vinnuaðferða af hálfu ráðamanna. Vilja frambjóðendur breytingar? Fáum við breytingar eða verður allt við það sama eftir kosningar?," segir m.a. í fundarboði.

Nýjast