28. júní, 2016 - 14:21
Fréttir
Margir vilja styðja við bakið á íslenska liðinu í París. Mynd/Þorgeir Baldursson
Akureyringar eru áhugasamir um að komast á leikinn í París á sunnudaginn kemur þegar Ísland mætir Frökkum í 8-liða úrslitum á EM í Frakklandi í knattspyrnu karla. Boðið verður upp á beint flug frá Akureyri á sunnudag ef tekst að fullbóka í ferðina. Frá þessu er greint á vef
Rúv. Þar er haft eftir Þorvaldi Lúðvíki Sigurjónssyni, eins forsprakka
Circle Air, að fyrirtækið sé búið að tryggja sér 50 sæta þotu eða 170 manna þotu eftir því hve áhuginn á ferðinni verður mikill. Farið verður á sunnudagsmorgun og komið heim á miðnætti.