Fjórir í einangrun á Norðurlandi eystra

Akureyri. Mynd/Þorgeir Baldursson.
Akureyri. Mynd/Þorgeir Baldursson.

Fjórir eru í einangrun á Norðurlandi eystra vegna kórónuveirusmits og fjölgar þeim eitt frá því í gær. Þrír voru í einangrun í gær á Akureyri en ekki er ljóst hvort fjórða tilfellið sem greindist í gær sé einnig í bænum. Smit kom upp hjá starfsmanni Lundarskóla á Akureyri um helgina og verður engin kennsla hjá 1.-6. bekk fyrr en á fimmtudag meðan unnið er að smitrakningu.

Alls greind­ust 39 ný kór­ónu­veiru­smit inn­an­lands í gær, þar af 33 hjá þeim sem höfðu farið í sýna­töku vegna ein­kenna. Þetta kem­ur fram á covid.is. Fjög­ur smit greind­ust á landa­mær­un­um og er beðið eft­ir niður­stöðu úr mót­efna­mæl­ingu í öll­um til­vik­un­um.

Fjór­ir eru enn á sjúkra­húsi, þar af einn á gjör­gæslu. 492 eru í ein­angr­un, sem er fjölg­un um 37 frá því í gær. Lang­flest­ir eru í ein­angr­un á höfuðborg­ar­svæðinu, eða 425.


Nýjast