Fjölskyldu- og skeljahátíð í Hrísey um helgina

Það verður mikið um dýrðir í Hrísey um helgina, þegar þar verður haldin hin árlega Fjölskyldu- og skeljahátíð. Eins og  nafnið bendir til kynna verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna, frá föstudegi til sunnudags og ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin byrjar að venju á óvissuferðum fyrir börn og fullorðna á föstudeginum.  

Skeljahátíðin verður á laugardeginum á milli kl. 13:00 og 15.00 og þar verður í boði skeljasúpa elduð af Friðriki V, íslandsmeistaramótið í skeljakappáti. Söngvarakeppni barna verður á sínum stað, ratleikurinn, kvöldvakan, brekkusöngurinn og varðeldurinn. Það er enginn annar en þingmaðurinn Árni Johnsen sem stjórnar brekkusöngnum. Nánari upplýsingar er að finna á www.hrisey.net.

Nýjast