Fjölmenningarstefna mun nýtast Akureyrarbæ vel

Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar nýlega var tekin fyrir fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs, þar sem Fjölmenningarstefna Eyþings var lögð fram til kynningar ásamt handbók um móttöku innflytjenda í skóla. Bæjarstjórn fagnar gerð sameiginlegrar Fjölmenningarstefnu fyrir sveitarfélög á svæði Eyþings og telur að hún muni nýtast Akureyrarbæ mjög vel.    

Bæjarstjórn telur nauðsynlegt að vinna að stefnunni af hálfu bæjarins í sérstökum vinnuhópi sem myndi setja niður markmið, leiðir, ábyrgðaraðila og mælikvarða.  
Bæjarstjórn tilnefndi í þennan hóp, formann skólanefndar og formann samfélags- og mannréttindanefndar, fræðslustjóra, framkvæmdastjóra samfélags- og mannréttindadeildar og  framkvæmdastjóra heilsugæslustöðvarinnar. Stefnt er að því að vinnu hópsins skuli lokið fyrir 1. janúar 2010.

Nýjast