Þær Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir hafa tilkynnt framboð sitt til kjörstjórnar Framsóknarflokksins og sækjast báðar eftir fyrsta sæti í Norðausturkjördæmi. Stundin greindi frá þessu en þar er haft eftir Líneik að hún styðji Sigmund Davíð sem formann flokksins, en hún telji mikilvægt að fleiri kostir séu í fyrsta sætinu.
Þær bætast því í hóp með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Höskuldi Þórhallssyni sem báðir hafa tikynnt að þeir sækist eftir fyrsta sæti flokksins í kjördæminu.
Þórunn er þingflokksformaður Framsóknarflokksins, en hún sækist eftir fyrsta til öðru sæti og Líneik sækist eftir fyrsta til þriðja sæti. Framboðsfrestur rann út á hádegi í dag. Dagsetning þingsins verður ákveðin á miðstjórnarfundi í Hofi eftir rúma viku.