Ferðamenn kynni sér aðstæður áður en lagt er í hann

Í ljósi þess að þjóðvegur eitt verður í sundur um sinn sunnan Mýrdalsjökuls má reikna með aukinni umferð um hálendið og þá sérstaklega Fjallabaksleið nyrðri og jafnvel Sprengisandsleið. Í ljósi þess vill Slysavarnafélagið Landsbjörg beina því til ferðamanna að kynna sér alltaf vel aðstæður áður en lagt er í hann t.d. á  www.safetravel.is, www.vegagerdin.is og www.vedur.is.  

Sem fyrr eru björgunarsveitir félagsins til taks í Hálendisvaktinni og eru staðsettar að Fjallabaki, á Sprengisandi, á Kjalvegi og norðan Vatnajökuls. Þurfi ferðalangar á aðstoð að halda skal hafa samband við Neyðarlínu í númerinu 112 sem kemur hjálparbeiðnum áleiðis á rétta staði, segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Nýjast