Farsæl skyndiákvörðun

Roman frá Sviss skellti sér í hvalaskoðun með Náttfara. mynd/epe
Roman frá Sviss skellti sér í hvalaskoðun með Náttfara. mynd/epe

Roman frá Sviss réð sér vart fyrir kæti þegar hann kom úr hvalaskoðun með Náttfara Norðursiglingar á Húsavík fyrir skemmstu. Blaðamaður Vikublaðsins tók á móti ferðamönnum á kajanum og ræddi við Roman. Hann sagði að það hafi verið skyndiákvörðun að skella sér með í siglinguna og það hafi verið frábær ákvörðun. „Ég fór aðeins upp í brú til að fá að geyma gleraugun mín og þegar ég kom aftur út á dekk voru háhyrningar allt í kringum okkur. Þvílík upplifun að sjá þessar tignarlegu skepnur í öðru eins návígi,“ segir hann og er í hálfgerðri geðshræringu af kæti þegar hann lýsir því sem fyrir augu bar.

Sjá einnig: „Forréttindi að koma hingað til lands“

Háhyrningar Norðursigling

Roman segir jafnframt að það séu mikil forréttindi að fá að ferðast um landið í því ástandi sem nú ríkir í heiminum. „Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið að koma til Íslands. Nú get ég ferðast um allar túristaperlur landsins án þess að það sé yfirfullt alls staðar. Nú get ég líka tekið skyndiákvarðanir um að heimsækja staði sem áður hafi þurft að bóka með löngum fyrirvara. Ég hef heldur ekki þurft að bóka fyrir fram gistingu, það er alltaf eitthvað laust,“ segir þessi geðþekki Svisslendingur.

 


Athugasemdir

Nýjast