Fólki fækkar áfram í einangrun og í sóttkví á Norðurlandi eystra og eru nú fjórir með virkt Covid-19 smit í landsfjórðungnum. Þá eru þrír í sóttkví. Alls greindust 12 innanlands með kórónuveirusmit í gær og voru þeir allir í sóttkví.
„Besti bitinn af þorskinum,“ frosnir þorskhnakkar frá Samherja, verða fáanlegir í matvöruverslunum innanlands frá og með deginum í dag. Hér er um að ræða hágæðaafurð af þorski sem er veiddur á djúpslóð og unninn í vinnsluhúsum Samherja á Eyjafjarðarsvæðinu.
Arion banki stendur fyrir tveimur spennandi viðburðum á Akureyri í þessari viku.
Sá fyrri er hluti af Konur fjárfestum átaksverkefni bankans og fer fram á Drift EA fimmtudaginn 30. október kl. 17:00. Farið verður yfir grunnatriði í fjárfestingum og praktísk atriði varðandi stofnun fyrirtækja. Fullbókað er á viðburðinn.
Þriðjudaginn 28. október kl. 16.15 heldur Elín Berglind Skúladóttir, sjónlistakennari og listakona, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu undir yfirskriftinni Að ná tökum á tækni. Þar mun hún fjalla um leirlífið, námskeiðin, myndlistarkennsluna, Þúfu46 og framhaldið. Aðgangur er ókeypis.
Hjá Bókaútgáfunni Hólum var að koma út bókin Segir mamma þín það? eftir Guðjón Inga Eiríksson. Hún inniheldur gamansögur úr skólum, vítt og breitt um landið, og auðvitað koma Akureyringar þar við sögu. Hér á eftir verður gripið niður í bókina:
„Enginn heimsókn er eins, en þær eiga það allar sameiginlegt að vera yndislegar og mér verður hlýtt í hjartanu í hvert skipti,“ segir Sunna Valsdóttir sem er hundavinur á vegum Rauða krossins við Eyjafjörð. Hún hefur verið heimsóknarvinur með hund frá árinu 2022 og starfar nú sem hópstjóri í verkefninu sem hún segir að sé gefandi og skemmtilegt. Siberian Husky hundar hennar, Logi og Kolur vekja alltaf lukku þegar þeir mæta í Brekkukot en þangað mæta þeir með Sunnu sinu sinni í viku.
Nú er langt liðið á október mánuð, sem oft er nefndur bleikur október og tileinkaður baráttunni við krabbamein. Flest okkar eigum við ættingja eða vini sem hafa þurft að berjast við þennan skæða óvin, fyrir utan þá sem hafa þurft að berjast gegn honum óumbeðið. Margir falla í valinn eftir erfiða baráttu en sem betur fer eru einnig margir sem knýja fram sigur. Þessa dagana hugsa ég mikið til Brynju systur minna sem lést eftir afar erfiða og snarpa baráttu við hið illvíga mein, en hún lést um fjórum mánuðum frá því að hún var greind.
Það er mikið áfall að greinast með krabbamein, einnig fyrir aðstandendur. Við tekur mikil óvissa og mikilvægt að þétta hópinn í kringum þann sem hefur greinst með krabbamein. Baráttan er oft löng og ströng, en stundum er hún snörp og sjúkdómurinn illvægur og gefur engin grið.