Eyrún Halla verði ráðin skólastjóri Glerárskóla
Skólanefnd Akureyrarbæjar hefur samþykkt tillögu fyrir sitt leyti, um að Eyrún Halla Skúladóttir verði ráðin skólastjóri
Glerárskóla frá og með 1. ágúst nk. Alls voru fjórir umsækjendur um stöðuna og voru þeir allir boðaðir í
viðtal.
Fræðslustjóri og skólanefnd ásamt Trausta Þorsteinssyni lektor við HA sáu um viðtölin og vann Trausti svo úr þeim. Eftir að hafa farið yfir niðurstöður viðtala, innsend gögn og ummæli meðmælenda, var gerð tillaga um að Eyrún Halla verði ráðin.