Evrópunefnd Sjálfstæðis- flokksins fundar á Akureyri

Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins er í fundarherferð þessa dagana. Haldnir verða 28 opnir fundir víðsvegar um landið þar sem Evrópumálin verða rædd. Á morgun, fimmtudaginn 15. janúar verður opinn fundur hjá Evrópunefndinni á Akureyri. Fundurinn fer fram í Kaupangi við Mýrarveg og hefst klukkan 20:00.  

Á fundinn mætir Kristján Þór Júlíusson, formaður Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins. Verður starf nefndarinnar kynnt og leitað eftir sjónarmiðum fundarmanna í Evrópumálum. Allar nánari upplýsingar um fundarherferðina og starf nefndarinnar má finna á vefsíðunni http://www.evropunefnd.is/  Heitt á könnunni - allir velkomnir!

Nýjast