Erindi frá Becromal um stækkun verksmiðjunnar samþykkt

Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri á Akureyri hefur samþykkt erindi frá Becromal Properties, þar sem sótt var um leyfi til að stækka núverandi verksmiðjubyggingu í Krossanesi um 352,4 fermetra í N-A átt. Jafnframt samþykkti skipulagsstjóri erindi frá Becromal, þar sem sótt var um leyfi fyrir breytingum á skrifstofuhluta afþynnuverksmiðjunnar.

Nýjast