13. júní, 2009 - 16:16
Fréttir
Þór tapaði sínum fimmta leik í röð í 1. deild karla í knattspyrnu er liðið beið lægri hlut gegn Selfyssingum í dag.
Lokatölur á Selfossvellinum urðu 1-0 sigur heimamanna. Það var markahrókurinn í liði Selfyssinga, Sævar Þór Gíslason, sem
skoraði eina mark leiksins.
Eftir sex leiki er Þór aðeins með þrjú stig í næstneðsta sæti deildarinnar og staða þeirra heldur áfram að versna.