Engin kennsla í Glerárskóla og talsverðar skemmdir

Glerárskóli. Mynd/Þorgeir Baldursson.
Glerárskóli. Mynd/Þorgeir Baldursson.

Staðan í Glerárskóla á Akureyri var metin í gær eftir brunann sem kom upp á miðvikudagskvöld og farið var af stað með tiltekt, hreingerningu og lagfæringar vegna brunans. Á vef Glerárskóla segir að sem betur fer náði eldurinn ekki inn í kennsluálmurnar en geymslugangur í kjallara varð illa úti ásamt tveimur útigeymslum auk þess sem tengigangur á jarðhæð var undirlagður af reyk og nokkru sóti. Útihurðir við B-álmu og í kjallara eyðulögðust líka.

Vegna þessara aðstæðna; rafmagnsleysis, netleysis og þrifa, fellur skóli niður í dag, föstudaginn 8. janúar. Vonast er eftir því á móti svo að hægt verði að fara af stað með fullt skólastarf komandi mánudag en það skýrist betur í dag.


Nýjast