Eldur við Glerárskóla

Glerárskóli. Mynd/Þorgeir Baldursson.
Glerárskóli. Mynd/Þorgeir Baldursson.

Eld­ur kviknaði í rusli við Gler­ár­skóla á Akureyri á tólfta tím­an­um í gær­kvöldi og er ekki hægt að halda uppi skóla­starfi í dag vegna reyks sem fór inn í skól­ann. Frá þessu er greint á mbl.is.  Að sögn varðstjóra í lög­regl­unni á Norður­landi eystra var til­kynnt um eld­inn um 23:30 og gekk greiðlega að slökkva eld­inn og náði hann ekki inn í sjálfa bygg­ing­una fyr­ir utan kjall­ara húss­ins. Aft­ur á móti þurfti að reykræsta skól­ann og því ekki hægt að kenna þar í dag. 

Upp­tök elds­ins er fikt með flug­elda en sá sem hafði verið að kveikja í flug­eld­um á skóla­lóðinni lét lög­reglu vita en um óvilja­verk var að ræða. 


Nýjast