Samkvæmt nýjum tölum á covid.is er enginn í einangrun vegna Covid-19 á Norðurlandi eystra og tveir í sóttkví. Eitt innanlandsmit greindist í gær en fá smit hafa greinst innanlands undanfarið en töluvert meira við landamærin.
Keppnislið Íslands á Euroskills í Herning í Danmörku í síðustu viku stóð sig mjög vel. Einn keppandi, Gunnar Guðmundson, vann til bronsverðlauna í sínum flokki – í iðnaðarrafmagni - og tveir keppendur unnu til sérstakrar viðurkenningar, „Medal of excellence“, fyrir framúrskarandi árangur, Andrés Björgvinsson fyrir matreiðslu og Daniel Francisco Ferreira, sem keppti í húsarafmagni. Eins og komið hefur fram var Daniel nemandi í VMA í bæði rafvirkjun og rafeindavirkjun. Hinn fulltrúi VMA í Herning var Einar Örn Ásgeirsson, sem keppti í rafeindavirkjun og stóð hann sig líka frábærlega vel, var hársbreidd frá því að ná „Medal of excellence“.
Dekurdagar verða í ár haldnir dagana 9 til 12. október. Vilborg Jóhannsdóttir kaupmaður í Centro byrjaði að hnýta bleiku slaufurnar í byrjun mánaðar, þannig að slaufurnar verði klárar þegar Dekurdagar hefjast.
Afar vel heppnaður Súpufundur atvinnulífsins fór fram í DriftEA við Ráðhústorg á Akureyri í gær, þar sem rætt var um framtíð tæknináms á Norðausturlandi.
Fimmtudaginn 18. september fer fram Vísindadagur SAk og Heilbrigðisvísindastofnunar HA og SAk. Á dagskránni eru fjölbreytt og áhugaverð erindi þar sem starfsmenn SAk og samstarfsaðilar kynna rannsóknir og þróunarverkefni. Viðburðurinn fer fram í fundarherberginu Kjarna á SAk og verður einnig í beinu streymi á Teams.
Sigrún María Óskarsdóttir ætlar að taka þátt í Aðgengisstrollinu sem fram fer í dag í tengslum við Evrópsku samgönguvikuna og hvetur öll til að koma og vera með. Sigrún María er Akureyringur vikunnar.
Ný rannsókn er hafin á Íslandi þar sem hreyfing, kyrrseta og svefn fólks í landinu á aldrinum 20–69 ára verða mæld með hlutlægum hætti. Rannsóknin, sem nefnist Landskönnun á hreyfingu, kyrrsetu og svefni, er hluti af stóru Evrópuverkefni, JA Prevent, sem hefur það markmið að efla forvarnir gegn ósmitbærum sjúkdómum.
Unglingadeildin Lambi er ný viðbót í starf björgunarsveitarinnar Súlna haustið 2025. Fyrsta árið verða teknir inn krakkar sem verða 14 ára á árinu og hefst þannig spennandi nýtt ævintýri þar sem ungir krakkar fá að kynnast starfi björgunarsveita á öruggan og skemmtilegan hátt.
Akureyrarbær tekur þátt í vikunni með fjölbreyttum viðburðum. Aðalviðburður vikunnar verður svokallað Aðgengisstroll, sem haldið verður í samstarfi við Sjálfsbjörg á Akureyri og Virk efri ár, miðvikudaginn 17. september kl. 16.30. Farið verður frá Lystigarðinum að Íþróttahöllinni, um 400 metra leið. Á bílaplaninu við Íþróttahöllina verður boðið upp á grillaðar pylsur og samtal um upplifun þátttakenda. Þar verður einnig aðgengilegur strætisvagn til sýnis og gestum gefst tækifæri til að prófa að fara yfir minni hindranir í hjólastól undir leiðsögn Sjálfsbjargar. Bæjarfulltrúar munu fara leiðina í hjólastólum sem Sjálfsbjörg útvegar og öðlast þannig innsýn í daglega reynslu fólks með skerta hreyfigetu. Öll eru velkomin til að taka þátt og ræða saman um aðgengi og hindranir í nærumhverfinu.