04. ágúst, 2009 - 10:39
Fréttir
Engar kærur hafa borist inn á borð til lögreglunnar á Akureyri eftir verslunarmannahelgina. Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn,
segir helgina hafa gengið vonum framar. Gestir og bæjarbúar hafa almennt hagað sér vel og allt farið vel fram í heildsinni.
Hann segir ennfremur að á undanförnum árum hafi þróun á hátíðum um verslunarmannahelgina á Akureyri verið í
þá átt að fjölskyldufólk sækir meira til bæjarins. „Þetta er ekki þessi útihátíðarstemmning eins og var
áður fyrr. Núna er þetta meiri bæjarhátíð,” segir Daníel.