Engar ákvarðanir verið teknar um niðurskurð eða hækkun gjalda

Stefnt er að því að hefja vinnu við gerð fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar í næstu viku.  Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri segir að bæði meiri- og minnihlutafulltrúar muni taka þátt í þeirri vinnu sem framundan er við gerð áætlunarinnar, "og sammælast um þær áherslur sem munu verða lagðar til grundvallar á næsta ári," segir hún.  

Áætlunin verður líklega lögð fram í bæjarstjórn í desember.  "Það hafa ekki verið teknar  neinar  ákvarðanir  varðandi niðurskurð eða hækkun gjalda og það kemur fyrst í ljós þegar áætlunin verður lögð fram hvernig landið liggur í þeim efnum.  Verkefni okkar er að standa vörð um grunnþjónustuna, leik- og grunnskóla, heilsugæsluna, öldrunarheimilin og velferðarþjónustu - þ.e. þjónustu sem snertir íbúana á hverjum degi," segir Sigrún Björk bæjarstjóri.

Nýjast