20. júlí, 2009 - 16:24
Fréttir
Slökkviliðið á Akureyri var kallað út á fjórða tímanum í dag, er tilkynnt var um reyk í húsinu að Aðalstræti
13. Fjölmargir slökkviliðsmenn eru á staðnum og eru þeir byrjaðir að rífa klæðingu hússins, sem er bárujárnsklætt
timburhús. Í húsinu eru tvær íbúðir og var íbúðin sem eldurinn komu upp í, mannlaus. Ungt par í hinni
íbúðinni barn þeirra komust út heilu og höldnu.
Að Þorbjörns Haraldssonar slökkviliðsstjóra, fann íbúi sunnar í götunni reykjarlykt og þegar hann fór að kanna
málið betur, heyrði hann í reykskynjara í íbúðinni og gerði slökkviliði viðvart, sem og fólkinu í hinni
íbúðinni. Sem fyrr segir eru slökkviliðsmenn enn að störfum en ljóst er þarna hefur orðið mikið tjón.