Ekið á 11 ára stúlku

Ekið var á 11 ára stúlku á Akureyri um 12 leytið í dag er hún var á gangi yfir gatnamót við Glerárgötu. Að sögn lögreglu eru málsatvik óljós en málið er í rannsókn. Stúlkan var flutt til aðhlynningar á Sjúkrahúsið á Akureyri en hún mun ekki vera alvarlega slösuð.

Nýjast