Eiríkur Björn verður ekki áfram bæjarstjóri

Eiríkur Björn Björgvinsson.
Eiríkur Björn Björgvinsson.

Ei­rík­ur Björn Björg­vins­son, bæj­ar­stjóri á Ak­ur­eyri, ætl­ar ekki að sækj­ast eft­ir embætt­inu áfram að lokn­um bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Eiríkur hef­ur setið á stóli bæj­ar­stjóra frá 2002; fyrst tvö kjör­tíma­bil á Eg­ils­stöðum og tím­inn á Ak­ur­eyri verður orðinn jafn­lang­ur þegar kosið verður í vor. Var ráðinn nyrðra 2010 þegar Listi fólks­ins náði meiri­hluta í bæj­ar­stjórn.

„Þetta er orðinn ágæt­ur tími, krefj­andi starf en mjög skemmti­legt,“ seg­ir Ei­rík­ur í Morg­un­blaðinu. 

Nýjast