17. nóvember, 2008 - 16:33
Fréttir
Eining-Iðja stendur fyrir námskeiði um fjármál heimilanna, í kvöld, mánudaginn 17. nóvember kl. 20. Námskeiðið, sem fram fer
í sal félagsins á 2. hæð að Skipagötu 14, tekur um 1 og ½ klst. og er félagsmönnum að kostnaðarlausu.
Leiðbeinandi verður Örn Arnar Óskarsson, yfirmaður Byrs á Akureyri. Á morgun þriðjudag, er svo fyrirhugað að halda námskeið
í Jólaföndri í sal félagsins, kl. 19.30. Leiðbeinandi verður Svanhvít Jósepsdóttir. Ekkert námskeiðsgjald, en einhver
efniskostnaður.