07. júlí, 2011 - 20:09
Fréttir
Eikarbáturinn Húni II sigldi frá Akureyri seinni partinn í gær, áleiðis til Færeyja. Um borð eru þrettán skipverjar frá
Hollvinum Húna. Báturinn verður í Klaksvík á laugardaginn og í Þórshöfn nk. sunnudag. Á báðum stöðum
verður báturinn opinn almenningi frá kl. 13:00 til 18:00.
Áhöfnin mun bjóða upp á léttar veitingar og kynna Akureyri sem vænlegan stað til að heimsækja. Á mánudag mun báturinn
sigla til Tvöroyri og sameinast þar bátaflotanum sem siglir til Húsavíkur í tengslum við „Sail Húsavík 2011". Hægt er
að fylgjast með siglingu Húna II á http://www.marinetraffic.com/ais/