Deildum lokað á SAk og heimsóknir bannaðar

Lok, lok og læs á lyfjadeildinni á SAk.
Lok, lok og læs á lyfjadeildinni á SAk.

Búið er að loka nokkrum deildum á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna inflúensunar sem hefur skollið á fullum þunga á sjúklinga. Um er að ræða flensu af A stofni (H3N2) og eru dæmi um að fólk hafi smitast þrátt fyrir bólusetningu. Allmargir sjúklingar hafa smitast og hefur verið gripið til þess ráðs að banna heimsóknir tímabundið á lyflækningadeild, geðdeild og skurðlækningadeild nema með sérstökum undantekningum.

Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga og handlækningasviðs á SAk, segir í samtali við Vikudag að það sé sjaldgæft að loka þurfi deildum vegna smithættu. 

Inflúensan hefur einnig herjað á íbúa á Öldrunarheimilum Akureyrar undanfarnar vikur. Flensan hefur komið upp á tveimur heimilum og hafa sextán manns fengið veikina.

Nánar er fjallað um málið í Vikudegi sem kemur út í dag.


Athugasemdir

Nýjast