07. maí, 2009 - 12:20
Fréttir
Skipulagsnefnd hefur samþykkt tillögu skipulagsstjóra um tímafrest og beitingu dagsekta vegna öryggisráðstafana á lóð nr. 5 og nr. 7 við
Fossatún og lóð nr. 6 við Þrumutún.
Skipulagsnefnd lagði jafnframt til við bæjarráð að tillagan yrði samþykkt.
Ennfremur heimilaði skipulagsnefnd skipulagsstjóra að gera nauðsynlegar úrbætur á lóðunum á kostnað lóðarhafa samkvæmt
byggingarreglugerð ef ekki verður staðið við gefinn frest til úrbóta. Á fundi sínum í morgun samþykkti bæjarráð
tillögu skipulagsnefndar.