Daggarlundur verði nafn á nýrri götu frá Brálundi

Skipulagsnefnd Akureyrarbæjar hefur samþykkt tillögu nafnanefndar þess efnis að ný gata frá Brálundi verði kölluð Daggarlundur og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst samkvæmt ákvæðum skipulags- og byggingarlaga.  

Á síðasta fundi skipulagsnefndar lagði skipulagsstjóri fram tillögu að deiliskipulagi sunnan Eikarlundar samkvæmt Aðalskipulagi Akureyrar, ásamt greinargerð. Einnig var lögð var fram hljóðskýrsla Línuhönnunar um Miðhúsabraut og Brálund auk minnisblaðs umferðarmál. Þá voru lagðar fram upplýsingar um jarðvegsdýpi á svæðinu.

Nýjast