Sú hefð hefur skapast að Akureyrarvöku lýkur með pompi og prakt á götum úti og kemur þá í ljós í hvaða hlutverki brjóstahöldin gegna. Undirbúningur Akureyrarvöku stendur nú sem hæst og er nú þegar búið að staðfesta dagskrárliði á borð við Rómantík í rökkrinu í Lystigarðinum, Draugaslóð í Innbænum, Uppskerumarkað Friðriks V og Matur úr Eyjafirði, Söngur og súkkulaði í fjósinu við Galtalæk, Sirkusinn Sannleikur, Eikarbáturinn Húni ll og Stórtónleikar í Gilinu. Akureyrarbær mun iða af lífi í öllum krókum og kimum og kórar syngja á landi og sjó.