Brasilísk sveifla á Heitum Fimmtudegi í Deiglunni

Á sjötta  Heitum Fimmtudegi Listasumars í kvöld 30. júlí, verður brasilísk sveifla eins og hún gerist best, í algleymi í Deiglunni á Akureyri. Það er brasilíska söng- og leikkonan Jussaman da Silva sem fer fyrir sínu liði sem flytur bossa nova og sömbur frá Brasilíu á þann hátt sem þeim löndum er einum lagið.  

Í liði hennar eru: Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Haukur Gröndal á saxófón, Erik Qvick á trommur og Þórður Högnason á kontrabassa. Fyrri tónleikar þeirra fyrir sunnan vöktu verðskuldaða athygli og ánægju og nú er það í Deiglunni sem sömbugleðin gerist kl. 21:30. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn og minna má á þau vildarkjör að kaupa áskrift á 6 tónleika á aðeins 500 kr. í hvert skipti, sem gilda líka sumarið 2010, segir í fréttatilkynningu.

Nýjast