Bók um sögu fatagerðar og fathönnunar á Íslandi komin út

Út er komin bókin; Saga fatagerðar og fatahönnunar á Íslandi frá lokum 19. aldar til byrjun 21. aldar, eftir Ásdísi Jóelsdóttur. Bókin er byggð á meistararitgerð hennar í mennta- og menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Innihaldið er mjög yfirgripsmikið og nýtist vel sem fræðirit, kennslubók og sem almennur fróðleikur auk þess að vera hentug sem gjafabók.  

Í stórum dráttum er fjallað um fatagerð sem heimilisiðnað, upphaf fataframleiðslu og fataverksmiðjur SÍS á Akureyri og Álafossi. Einnig er fjallað um kreppuna á 4. áratugnum, seinni heimsstyrjöldina og inngönguna í EFTA og áhrif þeirra á iðnframleiðslu og útflutning á fatnaði. Farið er inn á þróun menntunar á sviði fatagerðar og fatahönnunar, heimilis- og listiðnað, tískusýningar, kaupstefnur og fleira. Að lokum er skoðuð staða fatahönnunar á síðustu árum og safngildi greinarinnar. Bókin er 246 blaðsíður, ríkulega myndskreytt í lit og fæst í verslunum Eymundsson. Höfundur gefur sjálfur út bókina.

Nýjast