Bleiki pokinn til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands

Krabbameinsfélag Íslands og Plastprent undirrituðu samstarfssamning á dögunum er lýtur að stuðningi Plastprents við Bleiku slaufuna og Krabbameinsfélagið með sölu á BLEIKA POKANUM. Samningurinn felur í sér að allur ágóði af sölu BLEIKA POKANS rennur óskiptur til stuðnings Krabbameinsfélaginu í baráttunni gegn krabbameini hjá konum.  

Laila Sæunn Pétursdóttir, markaðs- og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélagsins, fékk á dögunum afhentan fyrsta BLEIKA POKANN frá Plastprent. Markmiðið með BLEIKA POKANUM er að styðja við söluna á Bleiku slaufunni, vekja athygli á átakinu og auka árvekni um krabbamein hjá konum.

BLEIKI POKINN  verður í sölu hjá Plastprent til og með 31. október og rennur allur ágóði af sölu pokans til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands.

Nýjast