Snjóflóð féll veginn við Sauðanes miðja vegu milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar fyrr í dag og festust tveir bílar í flóðinu. Ekkert amaði að fólkinu en björgunarsveitarmenn frá Dalvík og Ólafsfirði hafa komið fólkinu til byggða og öðrum bílnum.
Í gærkvöld fóru félagar í Súlum upp á Öxnadalsheiði til að aðstoða fólk sem þar var í vandræðum. Á leiðinni aðstoðuðu þeir ökumann sem hafði lent utan vegar á Moldhaugahálsi og annan ökumann sem hafnaði utan vegar skammt frá Hrauni í Öxnadal. Á Öxnadalsheiðinni höfðu tveir bílar hafnað utan vegar, sem björgunarsveitarmenn aðstoðuðu og einnig aðstoðu þeir bílalest við að komast ofan af heiðinni. Björgunarsveitarmenn voru á Öxnadalsheiðinni í alla nótt.