26. ágúst, 2011 - 11:45
Fréttir
Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að veita styrk að upphæð kr. 1.000.000 til kaupa á nýjum
björgunarbáti fyrir starfsemi Siglingaklúbbsins Nökkva við Höepfnersbryggju. Áður hafði íþróttaráð samþykkt fyrir
sitt leyti styrkveitinguna til að bæta öryggismál klúbbsins.
Sigurður Guðmundsson A-lista lagði fram eftirfarandi bókun á fundi bæjarráðs: "Bæjarlistinn telur afgreiðsluna og forsögu hennar bera vott
um arfaslaka stjórnsýslu. Það sé með öllu ótækt að lofa fé til kaupa á björgunarbáti án aðkomu
nefnda eða bæjarráðs. Verkefnið er þarft en afgreiðslan afleit."