Svo gæti farið að Atli Sigurjónsson, miðjumaður Þórs, gangi í raðir Íslands-og bikarmeistara KR. Atli hefur æft með KR-ingum að undanförnu og leikið æfingaleiki með liðinu. Magnús Ingi Eggertsson, formaður leikmannaráðs karla hjá Þór, segir í samtali við Vikudag að hann búist við tilboði frá KR í leikmanninn í þessari viku. Þeir hafa mjög mikinn áhuga á honum og þetta mun allt skýrast í lok vikunnar, sagði Magnús.