Allar fangageymslur fullar

Allar átta fangageymslur lögreglunnar á Akureyri eru fullar eftir nóttina en þar dúsa menn eftir minniháttar líkamsmeiðingar og ofurölvun. Mikil ölvun var í miðbænum í nótt og talsvert af fólki en Bíladagar fara nú fram á Akureyri. Að sögn lögreglu kom ekkert stórt mál uppá, en pústrar voru hér og þar og 4-5 fíkniefnamisferli komu upp.

„Þetta er búið að vera eins í lotukerfi frá miðnætti. Þegar eitt mál kláraðist var farið strax í annað. Við erum búnir að standa upp á haus í alla nótt og þetta er rétt að róast aðeins núna," sagði varðstjóri hjá lögreglunni við Vikudag, á sjöunda tímanum í morgun.

Þá hafði lögreglan orð á því að færri gestir hafi heimsótt Bíladagshátíðin í ár en verið hefur, en ölvunin hafi hins vegar verið gríðarleg.

Nýjast