„Þetta er búið að vera eins í lotukerfi frá miðnætti. Þegar eitt mál kláraðist var farið strax í annað. Við erum búnir að standa upp á haus í alla nótt og þetta er rétt að róast aðeins núna," sagði varðstjóri hjá lögreglunni við Vikudag, á sjöunda tímanum í morgun.
Þá hafði lögreglan orð á því að færri gestir hafi heimsótt Bíladagshátíðin í ár en verið hefur, en ölvunin hafi hins vegar verið gríðarleg.