Aldraðir „hjóla“ um bæinn með nýjustu tækni

Búnaðurinn hefur verið settur upp á Eini- og Grenihlíð þar sem aldraðir fá að spreyta sig. Vakti það…
Búnaðurinn hefur verið settur upp á Eini- og Grenihlíð þar sem aldraðir fá að spreyta sig. Vakti það mikinn áhuga, gleði og skapaði töluverðar samræður um „ferðalagið.“

Öldrunarheimilið Hlíð tekur þessa dagana þátt í tilraunarverkefninu Motiview í samstarfi við fyrirtækið Motitech í Noregi. Um er að ræða hjólaverkefni þar sem íbúar hjóla þrisvar sinnum í viku í tvo mánuði fyrir framan stóran sjónvarpsskjá, horfa á myndbönd frá Akureyri og hlusta á skemmtilega tónlist á meðan. Búið er að taka upp þrjá hjólatúra á Akureyri en einnig er hægt að velja myndbönd frá Reykjavík, Noregi, Danmörku og víðar. Íbúarnir geta því  farið í ýmis ferðalög á meðan hjólað er. Nánar er fjallað um þetta áhugaverða verkefni í prentútgáfu Vikudags.

-Vikudagur, 3. mars

Nýjast