12. maí, 2009 - 17:56
Fréttir
Starfsmenn Akureyrarbæjar eru þessa stundina að vinna við malbikunarframkvæmdir á Ráðhústorgi og í göngugötunni á Akureyri.
Taka þarf upp hellur sem lagðar voru þegar göngugatan varð gerð á sínum tíma og eru í aksturlínu götunnar, sem og hellur í
aksturslínu við Ráðhústorg og er malbikað í staðinn.
Eftir að umferð var hleypt á göngugötuna á ný, fóru hellurnar í aksturslínunni að ganga til og eitthvað var um að lagnir
í götunni hafi skemmst. Því var ákveðið að ráðast í þessar malbikunarframkvæmdir, sem er ódýrari
framkvæmd en að skipta um hellur. Ráðgert er að ljúka þessari vinnu á morgun eða fimmtudag.