15. júní, 2009 - 10:59
Fréttir
Leikfélag Akureyrar heldur opnar áheyrnarprufur í dag á milli klukkan 14:00 og 16:00. Félagið leitar að strák á milli 12 og 15 ára sem
hefur áhuga á að taka að sér stórt og krefjandi hlutverk næsta vetur. Leikritið sem um ræðir verður frumsýnt um miðjan
október, en æfingar hefjast í ágúst. Tekið verður á móti áhugasömum í Samkomuhúsinu á fyrrgreindum
tíma.