Ágætt skíðafæri í Hlíðarfjalli

Skíðsvæðið í Hlíðarfjalli er opið í dag frá kl. 10-16. Skíðafærið er ágætt, snjórinn er aðeins farinn að stirðna eftir hlákuna. Það er nægur snjór á skíðasvæðinu þrátt fyrir hlákuna sem hefur gegnið yfir landið undanfarna daga. Kólnandi veður er í kortunum þannig að skíðaáhugafólk getur tekið gleði sína á ný. Skíðagöngumót kvenna, kennt við Þórunnu Hyrnu, fer fram í Hlíðarfjalli í dag.  

Mótið er á vegum Skíðafélags Akureyrar og er nú haldið í annað sinn. Mikill fjöldi tók þátt í fyrra en það er von aðstandenda að enn fleiri konur taki þátt í dag. Hægt er að velja á milli tveggja vegalengda 3,5 og 7 km. og er gengið án tímatöku.  Ýmsar veitingar eru í boði og glæsileg útdráttarverðlaun.  Þátttökugjald er 500 krónur og frítt fyrir 12 ára og yngri.  Skráning hófst kl. 11:00 í morgun í gönguhúsi norðan Skíðastaða.

Nýjast