Uppstaða aflans var grálúða en einnig var eitthvað af karfa. Kristján sagði að þessi fyrsta veiðiferð hafi gengið vel, fyrir utan það að vitlaust veður var á miðunum vestur af Látrabjargi fyrstu 15 dagana. Annað skip Samherja, Oddeyrin EA, kom til hafnar á Akureyri í dag, með um 350 tonn af frosnum afurðum og er aflaverðmætið um 120 milljónir króna. Oddeyrin var á veiðum í 26 daga á svipum slóðum og Snæfellið en uppistaða aflans er karfi en einnig er eitthvað af grálúðu.