Að þyngja upp lið: Nýjung í knattspyrnufræðum heimsins?

Kristján Kristjánsson fyrrum  knattspyrnumaður og fráfarandi ritstjóri Vikudags t.v. óskar alnafna s…
Kristján Kristjánsson fyrrum knattspyrnumaður og fráfarandi ritstjóri Vikudags t.v. óskar alnafna sínum til hamingju með ritstjórastarfið fyrir fáum árum.

Meistaraflokkur Völsungs í fótbolta var að spila æfingaleik á Húsavík  gegn 2. flokki Þórs. Heimamenn höfðu mikla yfirburði og voru komnir í 7-0 þegar þjálfari Akureyringa sá að við svo búið mátti ekki standa og greip til róttækra ráðstafana til að rétta hlut sinna manna.

Og björgunaraðgerð þjálfarans, sem fólst í innáskiptingu, kom Völsungum vægast sagt í opna skjöldu. Því inn á skokkaði skyndilega hinn vel fullorðni og framgengni af fjalli, fyrrum leikmaður Völsungs og þáverandi fréttastjóri Dags, Kristján nokkur Kristjánsson og orðinn riðvaxinn svo mjög að buldi í foldu þá hann brokkaði eins og buffalótarfur um völlinn.

Einhver hafði orð á að þetta atvik markaði tímamót  í knattspyrnusögunni. Það væri víða þekkt og talið nauðsynlegt að yngja upp lið, en að þyngja upp lið væri algjör nýjung í fræðunum! JS


Athugasemdir

Nýjast