01. ágúst, 2009 - 10:37
Fréttir
ABBA- þema verður í miðbæ Akureyrar í dag frá kl. 14:00- 18:00. Dans, söngur og gleði þar sem allir geta skemmt sér saman
hvort sem þeir eru 2ja eða 102ja ára. Hvanndalsbræður fara í Abbabúning, Hara systur, ABBA karókíkeppni með Siggu Beinteins, lauflétt
danskennsla frá Point dansstúdíó og margt fleira sem á eftir að koma gleðilega á óvart.
Þetta ásamt ýmsu öðru verður í boði í dag á hátíðinni "Ein með öllu og allt undir" og verður
svo skemmtidagskrá á Ráðhústorginu í kvöld sem hefst kl. 21:00, þar sem fjölmargir listamenn munu koma fram.
Veðurspáin fer batnandi fyrir helgina á Norðurlandinu. Reiknað er með þurru og mildu veðri bæði í dag og á morgun og
einnig gætið glittað í sólina á köflum.