3100 kóvid sýni greind það sem af er október

Starfsfólk rannsóknardeildar Sjúkrahússins á Akureyri sem vinnur með Covid-19 sýni hefur haft nóg að…
Starfsfólk rannsóknardeildar Sjúkrahússins á Akureyri sem vinnur með Covid-19 sýni hefur haft nóg að gera síðustu daga. Greind voru 700 sýni í dag og 650 í gær. Myndin er á vefsíðu SAk

Starfsfólk á rannsóknadeild Sjúkrahússins á Akureyri hefur staðið í ströngu undanfarna daga við að vinna úr þeim mikla fjölda sýna sem berast inn. 

Alls hafa verið unnin 3100 sýni í októbermánuði, þar af 650 sýni í gær og tæp 700 í dag. Enda hefur fjöldi smitaðra aldrei verið fleiri í umdæmi sjúkrahússins en nú, alls eru skráðir 144 í einangrun og 941 í sóttkví.  Svo miklum fjölda fólks ýmist í einangrun eða sóttkví fylgir aukin sýnataka með tilheyrandi auknu álagi.

 

 

Nýjast