„Verð sko ekki fyrsta konan til að segja nei við Bróa á Hömrum!“

Anna Rúna, fyrrum formaður HSÞ. Mynd: JS
Anna Rúna, fyrrum formaður HSÞ. Mynd: JS

Þegar sú góða kona Anna Sigrún Mikaelsdóttir, var kjörin formaður Héraðssambands Suður-Þingeyinga, segir sagan að hún hafi farið í pontu og þakkað heiðurinn. Hún gat þess sérstaklega að frjálsíþróttaþjálfarinn frækni, Jón Friðrik Benónýsson á Hömrum í Reykjadal, hefði hvatt sig manna mest til að gefa kost á sér í embættið.

„Þannig að ég átti eiginlega engra kosta völ. Því ég ætlaði sko ekki að verða fyrsta konan í sýslunni til að segja nei við Bróa á Hömrum!“

Ku Anna Rúna hafa sagt og þótti helvíti vel mælt, því eins og kunnugt mun flestum, hefur konum löngum þótt Jón Friðrik svona heldur föngulegu piltur og aðlaðandi. JS


Athugasemdir

Nýjast