Rússneska á húsvísku leiksviði - Njet! Og da,da, da!

Bjarni Pétursson gantaðist með sínar firnalöngu replikur.
Bjarni Pétursson gantaðist með sínar firnalöngu replikur.

 

Húsvíkingar eru margir góðir leikarar og hafa sumir glímt við flókin og erfið hlutverk í þungavigtarstykkjum. Einn þeirra er Bjarni Pétursson, stundum kenndur við legg, sem er úr mikilli leikarafjölskyldu á staðnum.

Bjarni, sem er gamansamur maður eins og Grafarbakkafólk er flest, tók þátt í uppsetningu Leikfélags Húsavíkur á Gísl eftir Brendan Behan og lék þar rússneskan sjómann sem venur komur sínar í vændishús.

Félagi hans, alls ófróður um þetta verk og leiklist yfir höfuð, spurði Bjarna hvort hann þyrfti virkilega að tala rússnesku í sýningunni og hvort það væri ekki helvíti erfitt. Bjarni svaraði:

„Jú, vinur minn, ég þarf að tala rússnesku uppstyttulaust á meðan ég er á sviðinu og það var mikið átak að læra rulluna og ekki á hvers manns færi. Fyrir hlé segi ég: Njet! Eftir hlé lengist svo textinn verulega, því þá þarf ég að segja: Da, da, da!“ JS

 


Athugasemdir

Nýjast