Yngsti skákmeistari Akureyrar

[filefield-description]
[filefield-description]

Jón Kristinn Þorgeirsson er nýr skákmeistari Skákfélags Akureyrar, hann hlauk 7,5 vinninga af 9 mögulegum á Skákþingi Akureyrar. Jón Kristinn er aðeins 14 ára og er yngsti skákmeistari félagsins. Hann tók forystuna um mitt mót og hreinlega stakk aðra keppendur af. Annar á mótinu varð meistari síðasta árs, Haraldur Haraldsson með 6 vinninga.

Jón lét ekki staðar numið við þennan meistaratitil. Þegar aðrir keppendur sátu að tafli í lokaumferð mótsins var hann að landa silfurverðlaunum í sínum aldursflokki á Norðurlandamót í skólaskák í Billund í Danmörku.

Nýjast