Á heimasíðu félagsins „ein.is" má finna lista yfir alla starfsmenn félagsins, stjórnarmenn og þá sem sitja í ráðum og nefndum þess, t.d. í trúnaðarráði og stjórnum sjóða og deilda félagsins. Einnig má finna reikninga félagsins og
skýrslur mörg ár aftur í tímann. Allar þessar upplýsingar eru því aðgengilegar almenningi.
Nýlega barst félaginu erindi frá Jóni Jósepi þar sem óskað var eftir ítarlegum upplýsingum um félagið, m.a. nöfnum
stjórnarmanna og kennitölum þeirra. Leitað var til ASÍ og ráðlagði Magnús Norðdahl, lögfræðingur sambandsins,félaginu
að svara ekki að svo stöddu. Í svari hans kom fram að vafi leiki á því hvort heimilt væri að miðla upplýsingum um kennitölur
þessa fólks.
Magnús segir á http://www.ruv.is/ í dag að hann hafi sent bréf til aðildarfélaga innan sambandsins þar sem
þau eru hvött til þess að bíða með þessa upplýsingagjöf. Á grundvelli vafa um að heimilt sé skv. lögum um
persónuvernd að miðla svo ítarlegum upplýsingum. Þess vegna hafi erindi verið sent til Persónuverndar með beiðni um álit. Þetta
álit hefur enn ekki borist.